FERLIÐ

Fyrsti áfangi:
1. Ákvörðun tekin að selja, kaupa eða leigja fasteign
2. Skoðun og verðmat á fasteign eða verkefni
3. Val um einkasölu eða almenna sölu hjá Höfðaborg
4. Gagnaöflun fasteignar eða verkefnis
5. Ljósmyndun, drónataka og sölugögn hönnuð
6. Leiðir valdar markvisst í markaðssetningu
7. Fasteign auglýst og sýnd eftir þörfum

Annar áfangi: (Samningar)
1. Tilboðsgerð undirrituð og kynnt seljanda
2. Greiðslumöt framkvæmd, lánamöguleikar skoðaðir þegar við á
3. Undirritun kaupsamnings
4. Afsal þegar kaupandi hefur greitt seljanda fullnaðargreiðslu
5. Færsla á lögboðnum tryggingum á eignina

LYKILATRIÐI

Fasteignaviðskipti eru með stærri viðskiptum sem einstaklingar eða fyrirtæki framkvæma. Miklir fjármunir eru undir og því mikilvægt að allt ferlið sé unnið af kostgæfni og hagsmnunir allra aðila tryggðir. Umsýslan er einn mikilvægast hlekkurinn í þessari keðju og mikilvægt að ekki komi til óþarfa tafa á greiðsluflæði á milli seljanda og kaupanda. Í þessum viðskiptum ber að vanda sig og þá ekki síst þegar valin er fasteignasala til að annast þín mál.

Gott að hafa í huga:
1. Samþykki þarf frá lánastofnun um yfirtöku lána
2. Veðflutningur er yfirleitt heimill og tekur í kringum tvær vikur
3. Skjöl taka ekki gildi fyrr en þeim hefur verið þinglýst
4. Réttur er til að halda eftir greiðslum þar til lánum hefur verið aflýst
5. Seljandi er skyldugur að upplýsa um mögulega galla á fasteign
6. Huga skal vel að skoðunarskildu fasteignar fyrir fjárfestingu
7. Þegar gert er tilboð er mikilvægt að búið sé að fara í greiðslumat